Grunnur að námi - Fjármálastærðfræði

Út er komið frábært stuðningsverk í flokknum Grunnur að námi - Fjármálastæðfræði markmið með útgáfu þessari er að skýra á góðan hátt öll grunnatriði er varðar fjármálastærðfræði. Hér eru samankomin á einn stað mjög góðar leiðbeiningar sem allir hafa gagn af að hafa við höndina.

Verk þetta skýrir og sýnir hvernig reiknað er út á einfaldan hátt grunnatriðið í fjármálastærðfræði. hvernig reiknað er út og fundið eins og: Samsettir vextir eins og: Höfuðstóll við lok tímans, vaxtagreiðslur við lok tímans, árafjöldi í ákveðinn höfuðstóll, hvað þurfa vextir að vera og að finna stærð höfuðstóls í upphafi. Hlutfallsvextir eins og: Höfuðstóll við lok tímans, vaxtagreiðslu við lok tímans, að finna stæðr höfuðstóls og árafjöldi í ákveðinn höfðustóll, hvað þurfa vextir að vera og ársvextir í reynd. Samfelldir vextir eins og: Framtíðavirði, Núvirði höfuðstóls, að finna vextina, ársvextir í reynd og að finna árafjöldann. Heildun í samfelldum vöxtum eins og: Finna núvirði jafnra ársgreiðslna, að finna framvirði jafnra ársgreiðslna og að finna jafnar greiðslur á hverjum mánuði. Runur og raðir eins og: Mismunaraðir, kvótaraðir, að finna a-liðinn, að finna n-liðinn, jafngreiðsluraðir, Jafngreiðsluraðir - framvirði, jafngreiðsluraðir - núvirði, finna greiðslur á mánuði í núvirði. Helstu skýringar. Vísitölur hvernig reiknuð við út hækkun á vísitölu og hvernig setjum við vísitölu sett á grunninn 100. Skýrir út verðtryggingu og hvernig hún er reiknuð út. Skuldabréf munur á óverðtryggðum og verðtryggðum og hvernig það er reiknað út. Hvernig reiknað er út víxlar. Skýrt og sýnt grundvöll  vaxtaútreiknings. Skýrt og sýnt muninn á raunvöxtum og forvöxtum.  Auk þess er sýnt og kennt um: Álagningu bæði hefðbundin og framlegðarálagnin, finna söluaukningu, finna hvað varan kostar án virðisaukaskatt, hvert var upphaflegt verðið á útsöluvöru, finna prósentur við verð lækkun eða hækkun. 
 

Byggt á: Mathematic for economics and Bussines, Ian Jacques, 5. útgáfa; Fundamentals of Financial Management, Brigham og Houston, 11. útgáfa; Hlutabréf og Eignastýring, Íslandsbanki (2003); auk þess af heimasíðum: hagstofan.is, sedlabanki.is og scohlar.google.com

Verk þetta fæst hjá: Bóksölu stúdenta, Eymundsson og hjá Ritskinnu

Fjármálastærðfræði I


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hafði MUN meiri not af þessu riti en ég hafði átt von á og svo er annað rit í þessum flokki sem heitir "ÁRSREIKNINGURINN" sem er algjört grundvallarrit í þessum efnum og tekur á fleiri atriðum en ársreikningnum og uppsetningu hans..................

Jóhann Elíasson, 28.7.2012 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband